Pina colada ávaxtasalat

Fjöldi
8
Innihaldsefni 3 cl kókosromm (Malibu eða samskonar) 1 bolli hnetur (t.d. macademiu eða kasjúhnetur) 2 stk. bananar 1 papaya 4 stk. lime (safinn) 3 bollar vatnsmelóna í kúlum eða bitum 2 bollar ferskur ananas í bitum 1 bolli kókosflögur 3 bollar vanillujógúrt
Aðferð
  1. Hakkið hneturnar gróft niður og ristið þær síðan á þurri pönnu þar til þær taka smá lit.
  2. Leggið þær til hliðar og leyfið þeim að kólna.
  3. Skerið banana og papaya í bita og veltið upp úr lime safanum.
  4. Bætið vatnsmelónu, ananas og kókosflögum út í.
  5. Hellið romminu yfir og blandið vel.
  6. Setið ávextina í fallega skál eða berið fram í hálfum kókoshnetum.
  7. Stráið ristuðu hnetunum yfir og berið fram með vanillu jógúrt (má sleppa ef vegan).

 

VÍNIN MEÐ
Hvít og sæt desertvín eru fín með ávaxtasalatinu.

Fleiri Skyldir Réttir
OSZAR »